Flokkur fyrir óákveðna

Punktar

Tæplega helmingur kjósenda getur ekki gefið upp hug sinn til flokka í skoðanakönnunum. Sumir af þeim munu rata í gamla dilka á kjördegi. Aðrir verða opnir fyrir nýjum framboðum utan fjórflokksins. Kannski eru 20% opnir fyrir útspili grasrótarsamtaka. Nýr flokkur gæti orðið svipaður að stærð og hver fjórflokkur fyrir sig. Við hefðum þá fimm flokka með um 20% fylgi hver og þrettán þingmenn hver. Þrjá flokka þyrfti til að mynda ríkisstjórn. Nýi flokkurinn gæti þá samið við tvo aðra flokka, þó ekki Sjálfstæðisflokkinn, hrunflokkinn sjálfan. Það væri bezta hugsanlega útkoman úr ringulreiðinni.