Sigurjón Árnason bankastjóri segir Björgólfur Guðmundsson hafa vitað af stóra styrknum til Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vissi hann um styrkinn, enda var hann greiðsla fyrir þjónustu Flokksins við útrásina. Smám saman herðist lygavefurinn um háls Flokksins. Betur kemur í ljós, að hann er pólitískur armur útrásarvíkinga og útrásarbanka. Eins og kemur í ljós, að Samfylkingin er pólitískur armur sömu aðila, einkum þeirra, sem tengjast Baugi. Sú er ástæða þess, að vanhæfa ríkisstjórnin svaf á verðinum. Fyrir hrun, meðan á hruninu stóð, og í þrjá mánuði eftir hrun. Sumir sofa enn.