Fogh Rasmussen sagðist telja, að islam geti samrýmzt lýðræði. Hins vegar sé nauðsynlegt fyrir múslima í Danmörku og almennt í Evrópu að fallast á lýðræði þess landsins, sem þeir gera að sínu heimalandi. Hann sagði, að Danmörk krefjist þess, að múslimar virði danska siði og reglur, svo sem málfrelsi, jafnrétti kvenna og algeran aðskilnað ríkis og trúar. Hann benti á þann ljóta leik, að múslimskir klerkar frá Danmörku fóru um lönd múslima með falsaðar teiknimyndir til að æsa ríki og þjóðir miðausturlanda upp gegn Dönum.
