Flókinn vinskapur í eyðimörkinni

Punktar

Shia-múslimar hafa völd í Íran og að mestu leyti í Írak. Sunni-múslimar hafa völd í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Tyrklandi. Talibanar og Íslamska ríkið eru greinar af sunni. Sádi-Arabar halda uppi flestum af klerkaskólum, sem predika fjandsemi við vesturlönd. Þeir taka jafnframt ekki við neinum flóttamönnum úr blóðbaðinu í Sýrlandi. Þeir kaupa ógrynni af hergögnum af Bandaríkjunum og selja þeim olíu. Eru aðalbandamenn Bandaríkjanna í miðausturlöndum. Hins vegar telja Bandaríkjamenn, einkum Trump, að Íran sé mesti óvinurinn í löndum múslima. Er Íran þó einna spakast á svæðinu. En blóðbaðið í Sýrlandi lafir á lyginni einni.