Hvað varð um fljúgandi furðuhlutina, spyr Iain Hollingshead í Guardian. Þeim hefur fækkað síðustu áratugi, einkum vegna rannsókna, sem gefa á þeim eðlilegar skýringar. Upp úr 1950 voru furðuhlutir í hámarki og stofnaðar deildir í hernum í Bandaríkjunum og Bretlandi til að safna upplýsingum um þá. Fljótlega kom í ljós, að furðuhlutirnir voru bara rugl. Eigi að síður voru þeir lengi vinsælir og fengu til dæmis sérstaka og langlífa þáttaröð, sem heitir X-files. Karl Bretaprins er sagður áskrifandi að tímaritinu The Flying Saucer Review. En almenningur hefur misst áhugann.