Fljótleg umsókn um aðild

Punktar

Ekki er jafnræði með stjórnarflokkunum eftir kosningar. Vinstri græn hafa ekki styrk til að hafna viðræðum um aðild að Evrópu. Væntanlega verða þau að fallast á aðildarumsókn með þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið. Það verður aðgöngumiði þeirri að ríkisstjórninni. Þau fá ekkert í staðinn, til dæmis ekki meiri tilslökun Samfylkingarinnar í álbræðslum. Ég sé fyrir mér, að umsókn um aðild að Evrópu verði fljótlega lögð fram til að nýta forsæti Svía í Evrópusambandinu síðari hluta ársins. Þetta segir ekkert um, að þjóðin muni styðja aðild, þegar til kastanna kemur í atkvæðagreiðslu.