Fljótasta vor í bóndans minni

Punktar

Snemma vorar við Hrunaheiðar þetta árið. Er búinn að fara tvær ferðir með reiðhesta úr Reykjavík upp að Kaldbak. Þeim líður þar vel, líta ekki við heyi. Þetta er í 200 metra hæð yfir sjávarmáli og 60 km frá sjó. Þeir vilja heldur nýgresið á skurðbökkum og fornum túnum. Ásgeir bóndi segir þetta eitt fljótasta vorið á Kaldbak í hans minni. Það stendur á endum, að allt hey er að verða búið eftir harðan vetur. Í vikunni fara síðustu hestarnir uppeftir. Þá er öll útgerðin komin í heiðina og júní samt ekki hafinn. Nú er kominn sá tími, að lofthiti á heiðarbýlum er hærri en niðri við strönd.