Flestir eru í fýlu

Punktar

Látið ekki Capacent og fjölmiðlana ljúga að ykkur. Skoðanakannanir eru gömul fræði. Þau banna frádrátt þeirra, sem ekki svara og þau banna þráspurningar um einn flokk. Í rauninni er fylgi stjórnmálaflokkanna miklu minna en ykkur er sagt. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er 25%, Samfylkingarinnar 15%, Vinstri grænna og Framsóknar 10% hvors um sig. Stærsti hópur landsmanna er hópur þeirra, sem sættir sig ekki við þetta ömurlega val. Þriðjungur hennar er opinn fyrir framboðum utan fjórflokksins. Það fylgi mun dreifast á aðra flokka. Mikilvægt er, að tækifærið verði nýtt af frambærilegum nýflokkum.