Flekahlaup í flokkafylgi

Punktar

Bófaflokkurinn hefur klofnað í tvennt. Eftir situr gamla þjófafélagið með 19,7% fylgi samkvæmt Félagsvísindastofnun. Burt er farin siðvæðingin Viðreisn með 9,7% fylgi. Samtals leggst þetta á 29,4%, svipað og Píratar. Hin fréttin í könnun stofnunarinnar er, að Vinstri grænir eru höfuðflokkurinn til vinstri. Þeir hafa 17,5% fylgi á móti 9% Samfylkingarinnar. VG hefur losað sig við Ögmund og þarf að losna við Steingrím. Samfylkingin og Björt framtíð þurfa að losna við toppana og leita skjóls hjá Pírötum, Viðreisn eða Katrínu Jakobs. Þá eru aftur hreinar línur: Þjófafélagið, siðvætt og ekki siðvætt, til hægri; VG til vinstri; Píratar á miðju. Framsóknar verður ekki saknað.