Sumir telja, að mikið af svindli viðskiptasnillinga okkar hafi ekki valdið okkur tjóni. Þar sem það lendi á erlendum kröfuhöfum bankanna. Það er rangt, slíkt tjón veldur þjóðinni ómældum skaða. Reiði útlendinga beinist ekki aðeins að íslenzkum viðskiptasnillingum og bönkum þeirra. Hún beinist líka að þjóðinni allri. Auðvitað vilja menn ekki lengur fjárfesta í landinu. Það er mikið tjón, sem er langt umfram það, sem mælist í bönkunum. Því er alrangt að segja tjónið bara lenda á kröfuhöfum gömlu bankanna. Óbeina tjónið er mikið og getur hæglega verið meira en beint tjón kröfuhafanna.