Plagar mig ekki, að fimmtíu öryggismyndavélar taki mig upp á Austurvelli. Vil þó vera sómasamlega til fara í mynd. Helzt vildi ég, að allur miðbærinn væri í mynd. Að minnsta kosti sá hluti, þar sem næturlífið fer fram. Þá er hægt að sjá, hverjir stunda ofbeldi og misþyrmingar. Öryggismyndavélar eru mikilvægustu forvarnir gegn glæpum, sem völ er á. Áhugafólk um persónuvernd ætti að velja sér auðveldari óvini en þessar lífsnauðsynlegu myndavélar. Ég ferðast miklu öruggar um það, sem lagatæknar kalla almannarými, þegar ég veit af öryggismyndavélum. Látið ekki Persónuvernd narra ykkur út í rugl.