Flakið dregið út

Punktar

Davíð fer ekki í borgina. Endastöð í pólitík var 10% fylgi í forsetakosningunum í fyrra. Einnig var hann afleitur borgarstjóri í eldgamla daga. Þá voru monthús reist, ráðhús og Perla, en klóakið látið danka. Davíð taldi enga frægð felast í að koma klósettmálum borgarbúa í lag. Það þurfti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að sameina klóakið og reisa hreinsistöðvar úti við sjó. Hún gerði Reykjavík að nútíma hreinlætisborg. Davíð var síðasti borgarstjórinn, sem óð skítinn eins og í eldgamla daga, blessuð sé minning hans. Mikið ímyndunarafl þarf til að fara í kirkjugarðinn í Hádegismálum að draga út flakið af mislukkuðum borgarstjóra.