Fjölþjóða í felum

Punktar

Óvinsældir fjölþjóðastofnana vaxa. Fólk elskar ekki Nato, Ebe eða Ags. Sumar slíkar stofnanir eru ruslakistur aflóga pólitíkusa. Anders Fogh Rasmussen er í Nato og Árni Mathiesen í Fao. Fólki finnst líks ólíklegt, að það hafi nokkuð gagn af slíkum stofnunum. Þær séu fremur til að vernda sérhagsmuni. Spurt er, hvað Nato sé að gera í Afganistan og Ags í Grikklandi. Við því fást lítil nothæf svör. Slíkar stofnanir geta ekki einu sinni haldið fundi nálægt almenningi án þess að allt logi í óeirðum. Til dæmis Nato í Chicago þessa dagana. Helzt þyrfti Nató að halda fundi í afskekktu flugmóðurskipi.