Fjölskylda guðs á Íslandi

Punktar

Fjölskylda guðs á Íslandi sér um sína. Fremstir fara biskupsfeðgarnir, sem ganga næst almættinu hérlendra manna. Síðan eru biskupsbræðurnir, sem eru prófessorinn í guðfræði og sálmasmiðurinn og konsertmeistarinn. Svo og biskupsmágurinn, sem er skólastjóri kirkjunnar í Skálholti. Nú er risinn biskups-tengdasonurinn, sem áður var lúterstrúboði í Lundúnum. Fyrir það þurfti biskupsstofa að borga 42 milljónir, því að ekki var farið að lögum. Nú verður hinn dýri trúboði gerður að presti í Kópavogi. Leitun er að eins kristinni fjölskyldu og þessari, sem gengur fram í guðsótta og góðum verkum.