Fjölpóla heimur

Punktar

Kína og Indland hafa lengi litið hvort annað hornauga og jafnvel átt í landamæraerjum. Nú er samskiptaþíða og forsætisráðherra Indlands sækir Kína heim. Hagvöxtur hefur lengi verið mikill í þessum tveimur fjölmennustu ríkjum heimsins og þau sækjast eftir auknum áhrifum. Eins og Evrópa óttast þau nýja einstefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, eru hlynnt því, að alþjóðapólitíkin sé fjölpóla fremur en einpóls. Robert Radtke segir í International Herald Tribune, að skynsamlegt sé að fylgjast með framvindu ríkjanna tveggja.