Fjölmiðlaþögn

Punktar

Við höfum séð, heyrt og lesið, að frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum heilags Davíðs hafi frosið í forsætisnefnd Alþingis. Ég hef ekki séð á vefnum, að neinn fjölmiðill geti útskýrt, hvað gerðist í nefndinni. Er þar einhver meirihluti eða einn maður, sem heldur frumvarpinu föstu og getur hann þá ekki útskýrt gerðir sínar? Fjölmiðlar eru til þess að útskýra dularfull mál af þessu tagi fyrir fólkinu í landinu. Það er hlutverk þeirra að varpa fram svörum, en ekki ósvöruðum spurningum. Ef þeir hafa ekki burði til þess, eru þeir lítils virði.