Fjölmiðlar spila með

Punktar

Ekki einu sinni The New York Times og Los Angeles Times, Associated Press og Reuters finnst fréttnæmt, að meirihluti Bandaríkjamanna er fylgjandi brottför hersins frá Írak. Þeim finnst hins vegar fréttnæmt, að repúblikanar á þingi segja suma demókrata hafa “cutting and running” skoðun á hernámi Íraks. Hinir kunnu fjölmiðlar kynda þannig undir þeirri skoðun, að brottför frá Írak sé sérkennileg og huglaus skoðun nokkurra demókrata, en ekki skoðun meirihlutans. Þetta má hafa sem dæmi um þau heljartök, sem repúblikanar hafa náð á fjölmiðlun í Bandaríkjunum.