Fjölmiðlar lepja sjálfshól

Punktar

Rekstur Iceland Express kann að ganga vel. En hann gengur þó ekki vel, af því að Matthías Imsland forstjóri hafi sagt það. Íslenzkir forstjórar segja ætíð, að allt gangi vel. Klukkutíma fyrir gjaldþrot eða sólarhing fyrir gjaldþrot eða viku fyrir gjaldþrot. Forstjórar geta ekki sagt neitt annað. Það er akkúrat engin frétt, að Matthías Imsland segi fyrirtækið ganga vel. Slíkt vekur bara grunsemdir. Þegar visir.is hefur þetta eftir forstjóranum, er fjölmiðillinn ekki að þjóna neinum tilgangi. Fjölmiðlar eiga að hætta að hafa eftir sjálfshól forstjóra úti í bæ. Og alls ekki gabba lesendur ykkar.