Fjölmiðlar á falsvegi

Punktar

Fjölmiðlum fer hratt aftur. Í auknum mæli eru fréttir skrifaðar af börnum, sem þekkja hvorki haus né sporð á íslenzkri tungu. Pólitískar fréttir eru skrifaðar af aðgerðasinnum, sem hafa tekið að sér að koma ríkisstjórninni frá. Hún er auðvitað sek um ýmis feilspor, en þjóðarhagur hefur þó aldeilis tekið við sér í hennar valdatíð. Allt hefur verið á uppleið í þrjú ár, þótt fjölmiðlar segi dag eftir dag, að heimsendir sé hér á næsta leiti. Helztu gæludýr miðlanna eru Jón Bjarnason og sárafáir “sannir” Evrópuandstæðingar, svo notað sé lýsingarorð hins brottrekna ráðherra og sívinsæla í fjölmiðlum.