Fjölmenningin rústuð

Punktar

Fjölmenningarstefna riðar til falls. Fjöldamorð á vegum öfgamúslima í París í morgun verða Vesturlöndum tilefni til að herða varnir gegn ofbeldi öfgahópa. Finna þarf út, hvað atriði það eru í fortíð morðingja, sem leiða til slíkrar fólsku. Gildir bæði um öfgamúslima og um aðra slíka, til dæmis hægri öfgamenn eins og Breivik. Um múslima vitum við, að einstaka róttækir klerkar íslams á Vesturlöndum hvetja til óhæfuverka og lýsa fólsku sem hetjudáð. Slíkir klerkar eru til dæmis í Bretlandi og Danmörku. Einkum klerkar í söfnuðum wahabíta, kostaðir frá Sádi-Arabíu. Slíkar uppsprettur ofbeldis þarf að reka úr landi og loka viðkomandi moskum. Aðkomufólk verður að virða siði og reglur vesturlanda.