Fjölflokka Viðreisn

Punktar

Benedikt frændi hallar sér að bófaflokknum. Segir, að skrítin mál, sem tengjast Bjarna Ben. séu að fullu útskýrð og eðlileg. Ekki hafi verið þörf á að slíta stjórninni. Þorsteinn Víglundsson hallar sér hins vegar að Karli Marx. Segir, að þeir skaffi, sem geta, og þeir fái, sem þurfa. Þriðja stefna flokksins er Þorgerðar Katrínar. Segir, að markaður sé allra meina bót, ekki sízt í heilsugeiranum. Er á sömu línu og kreddufólk nýfrjálshyggju. Svo virðist, sem kjósendur skilji ekki þessa þríeinu þverstæður, því að fylgi Viðreisnar mælist nánast ekkert. Allar stefnur í einum flokki virka undarlega. Skrítinn flokkur Viðreisn.