Deilurnar um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum snúast um keisarans skegg. Enginn vafi er á, að Tyrkir frömdu fjöldamorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Spurningin er bara, hvenær fjöldamorð eru skilgreind sem þjóðarmorð. Tyrkir ættu að skammast sín á illverkum feðranna og biðjast afsökunar fremur en að berja hausnum við steininn. Hins vegar er líka fáránlegt, að vestræn ríki ákveði með lögum að stjórna, hvernig sé talað eða skrifað um þessa atburði. Algerlega er fáránlegt að reyna að banna rangar skoðanir, svo sem á morðum á gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Og að fangelsa menn fyrir að hafa þær.