Fjögurhundruð leyfi

Punktar

Það getur ekki verið satt, að fjögurhundruð leyfi þurfi til að setja upp ferðaþjónustu hér á landi. Ef það er satt, er það frétt aldarinnar. Við eigum fyrir löngu að vera búin að ná tökum á eftirliti. Það getur ekki verið, að hér sé indverskt ástand í eftirlitsiðnaði. Samtök atvinnulífsins halda því þó fram. Segja ferðaþjónustuna Hvíldarklett þurfa fjögurhundruð leyfi til að starfa. Það er út í hött. Eftirlit hins opinbera þarf að sameinast um einn kontór, sem gefur út eitt leyfi, en ekki fjögurhundruð. Við eigum nú að glíma við kapítalisma framtíðar, ekki sósíalisma fortíðar.