Fjögur stór líflátsríki

Punktar

Nærri 4000 manns voru tekin af lífi í fyrra, þar af rúmlega 3.400 í Kína, 159 í Íran, 64 í Vietnam og 59 í Bandaríkjunum, sem eru í fjórða sæti á þessum óskemmtilega lista. 97% allra lífláta eru í þessum fjórum ríkjum. Amnesty International hefur undanfarin ár tekið saman lista yfir líflát og eru að þessu sinni 25 ríki á listanum. Frétt og umræða er um málið á BBC.