Fjármálaeftirlitið er versta og vitlausasta stofnun ríkisins. Það lætur athugasemdalaust viðgangast, að íslenzkir bankar stofni útibú um víðan völl. Ginni fólk í öðrum löndum til að leggja inn fé með ábyrgð íslenzka ríkisins. Safni svo miklum peningum á þennan hátt, að Ísland getur ekki staðið undir því. Fjármálaeftirlitið hefur ekki gert neitt í þessu. Og ekki lagt drög að því, að bankastjórar og -ráð verði sett í gæzluvarðhald. Þessi stofnun beit svo höfuðið af skömminni með því að gefa Glitni vottorð um glimrandi heilsufar. Aðeins viku áður en sá banki fór lóðbeint á hausinn.