Ástandið er miklu verra en Geir Haarde hefur sagt ykkur. Gordon Brown hefur í krafti nýrra laga um hryðjuverk lagt hald á 4 milljarða punda af eignum Íslands og Íslendinga í Bretlandi. Bara til að mæta 3 milljarða punda skuldum IceSave við stofnanir í Bretlandi. Er til viðbótar 2 milljarða skuldum IceSave við einstaklinga í Bretlandi. Ekki er vitað, hvort gull- og gjaldeyrisforði Íslendinga er innifalinn. Þetta ætlar Brown að hafa frosið meðan Ísland og Bretland semja um málið. Ef staðan er eins og fréttastofan Press Association segir núna, er betra fyrir Geir að neita alveg að borga.