Eigandi Stíms kvartar yfir innrás í einkalíf sitt. Það er að segja í brask hans með kaup og sölu hlutabréfa í Glitni og FL Group. Sem kostar þjóðina milljarða. Eigandi Stíms telur fjárglæfra vera einkamál sitt og fjölskyldu sinnar. Fjármagnseigendum hefur tekizt að breiða einkalíf yfir glæfra sína. Þeir hafa til þess stuðning Persónuverndar. Það er stofnun, sem reynir að hindra gegnsæi í samfélaginu. Þetta gegnsæi, sem er forsenda lýðræðis. Þeir hafa líka til þess stuðning ótal lögmanna, sem tala um peninga eins og um persónur. Telja, að peningar hafi einkalíf, samanber tuðið um bankaleynd.