Fjárglæfrar í útrás

Punktar

Fæstir útrásarvíkingar framleiddu nein verðmæti. Þeir framleiddu hvorki vöru né þjónustu. Þeir keyptu bara fyrirtæki og seldu. Ekki fyrir neina peninga, heldur fyrir ímyndaða peninga. Þeir skrúfuðu upp bókhaldsmat á eignum sínum. Samsekir með þeim voru allir bankarnir og nokkur endurskoðunarfyrirtæki. Útrásin var sýndarveruleiki, sem hlaut að springa. Fjármálaeftirlitið gaf út reiknilíkön um, að allt væri í lagi. Seðlabankinn útvegaði lán allt fram í andlát útrásarinnar. Veðin reyndust engin, voru bara bókhald. Vilhjálmur Bjarnason telur, að 33 einstaklingar séu sekir um þessa bíræfnu fjárglæfra.