Fjárfestar kokka arðinn

Punktar

Verði auðlindaarður kreistur út úr greifunum, sem hafa einkarétt á nýtingu auðlindanna, mun hann ekki renna til þjóðarinnar. Bjarni Ben yfirbófi hefur stofnað nefnd fjárfesta og hagspekinga til að finna leið til að koma arðinum í hendur einkavina. Bankarnir verða seldir á einkavinaverði til skattsvikara, sem fá 20% afslátt, ef peningarnir koma úr skattaskjóli. Afgreiðslustofnun auðlindaarðs fær heitið stöðugleikasjóður. Alltaf góðir í nafngiftum, bófarnir. Hins vegar hefur stjórnarandstaðan hugsað sér, að auðlindaarðurinn fari í að halda uppi alvöru norrænni velferð og heilsu almennings. Þjóðin vill fá að nota arðinn sjálf.