Gaman er að fylgjast með reiði fylgismanna vestrænnar samvinnu út af svikum Bandaríkjanna við göfugan málstað hersetunnar. Mest er gaman að fylgjast með ofsareiði Geirs H. Haarde, sem taldi sig vera að ræða í góðsemi við Condoleezza Rice um framvindu málsins, þegar George W. Bush lét hringja hjónabandið af í einu símtali. Hins vegar segir gömul reynsla, að hættulegt getur verið að refsa leiðinlegri spúsu með því að sturta sér á Goldfinger og fara að hvísla við frönskumælandi súluskvísu. Verst af öllu er þó að láta Morgunblaðið tala við sig um hana.