Fjaðrafok í hænsnahúsinu

Punktar

Viðbrögð Valdsins við fréttum af hríðskotabyssum eru öll í kross. Eru sagðar keyptar, eru sagðar ógreiddar enn, eru sagðar gefnar. Allt eftir því, hvað hentar talsmanninum hverju sinni. Getur þetta fólk ekki komið sér saman um eina lygi, kann það ekkert PR? Ekki getur Valdið einu sinni komið sér saman um, hve margar þessar byssur séu, 150 eða 200. Altjend er ljóst, að ætlun Valdsins var að halda vopnavæðingunni leyndri. Þegar upp komst, varð óundirbúið fjaðrafok í hænsnahúsinu. Jón F. Bjartmarz var látinn axla ábyrgð, rétt eins og einn auli ráði vopnavæðingunni. Ekki er enn bent á neitt tilefni fyrir hríðskotabyssunum.