Fiskisaga um græðgi

Punktar

Fiskisaga er dæmigert græðgisfyrirtæki. Keypti flestar fiskbúðir í Reykjavík og beztu kjötbúðina, Gallery Kjöt. Hækkaði verð og minnkaði gæði. Ég lenti sjálfur í þeim, þeir eyðilögðu Hafrúnu og lögðu hana síðan niður. Þeir seldu óætt sauðahangikjöt í Galleríinu. Ég flúði í Melabúðina og Hafberg, fínar prívatbúðir, sem ekki hafa orðið aðilar að tízkufyrirbærinu GROUP. Nú er græðgisbólan að springa. Fjórum af fiskbúðum Fiskisögu hefur verið lokað og afgreiðslutíminn styttur. Verst við græðgisfyrirtækin er, að þau eyða fínni samkeppni, stefna á einokun. Frjálshyggjan býður okkur í staðinn bara okur.