Grúppan Fiskisga hefur ekki bara keypt upp fisksalana og komið fáokun á fisksölu. Hefur líka keypt Gallery Kjöt, sem Jónas Þór gerði frægt í gömlu og góðu dagana. Eftir fráfall hans gekk á ýmsu, en tólfunum kastaði, þegar Fiskisaga tók við. Matgæðingar DV úrskurðuðu hangikjötið þeirra óætt fyrir síðustu jól. Ég fékk fyrir hjartað, keyrði beint á Grensásveg til að ræða sauðakjötið mitt. Þetta voru mistök á Blönduósi, sagði stjórinn, við hendum þessu öllu í þá aftur; þú færð kjöt eins og það á að vera. Ég trúði. En líka seinni umferðin reyndist alveg eins óæt og matgæðingar DV höfðu sagt.