Fiskibitastaður

Punktar

Fylgifiskar. … Þótt gufusoðin rauðspretta dagsins sé veidd upp úr hitakassa í Fylgifiskum við Suðurlandsbraut, var hún fersk, hæfilega elduð og bragðgóð, kostaði ekki nema 850 krónur, sem er lágt verð, og 1050 krónur með súpu dagsins. … Einnig er hægt að fá séreldaða ýmsa tilbúna fiskrétti, sem sjá má í borðinu, 25-30 talsins, kryddaða á ýmsa á vegu, fyrir 1550 krónur. Það er sennilega bezti kosturinn í stöðunni og gildir auk þess fram eftir degi. Kaffi er innifalið í öllum þessum tölum. …