Fischer og pólitíkin

Punktar

Miles Edelstein hjá Associated Press skúbbaði aðra fjölmiðla með því að fá sér far með þeirri áætlunarflugvél frá Narita til Kastrup, sem Bobby Fischer fór með. Hann fékk því gott viðtal um hugsunina að baki pólitískra slagorða Fischers. Hann hefur raunar ekki sagt annað um Bandaríkin og Ísrael en sannleikann, sem ótalmargir aðrir hafa sagt. Eina ósvífni Fischers er að segja, að George W. Bush eigi skilið að vera hengdur. Hér á landi er fólki ekki vísað úr landi fyrir skoðanir sínar. Þess vegna er óhugsandi, að Bandaríkin geti fengið hann framseldan fyrir að hafa skoðanir á þeim.