Björgvin Sigurðsson segir Evrópusambandið aðalkosningamál Samfylkingarinnar. Hún muni velja sér samstarf eftir kosningar út frá afstöðu til aðildar. Ég hélt, að hrun heimila væri aðalmálið, en svo er ekki. Þarf fylkingin ekki að koma aga á trylltustu Blair-ista flokksins? Þá, sem hafa ekkert lært og engu gleymt. Sem dreymir um nýja stjórn með Flokknum. Ég hef ekki séð, að neinn flokksmaður hafi sett ofan í við Björgvin fyrir veruleikafirringu. Hún er í þessu svipuð og veruleikafirring hans var í hruninu í haust. Björgvin var endurkjörinn efstur á lista í Suðurkjördæmi. Er það í lagi, Samfylking?