Fínt og vinstri grænt

Punktar

“Það er ekki að undra að handrukkarar og aðrir sjálfmenntaðir hnykkjarar elti ritstjóra blaðsins og hóti þeim öllu illu. Það gefur einfaldlega til kynna að þeir eru á sama plani.” Þessi siðfræði birtist á vefsíðunni Múrnum, þar sem vinstri grænir fínimenn hafa orðið. Eftir orðalaginu gildir þetta um alla, sem handrukkarar elta, til dæmis um skuldunauta þeirra. Væntanlega telur Múrinn, að slíkt fólk sé svo lágt sett og skrifað í samfélaginu, að það geti sjálfu sér um kennt, sé á plani handrukkara. Væntanlega eru þeir, sem nauðgað er, þá einnig á plani nauðgara o.s.frv.