Fínasta eitur íslenzkt

Punktar

Matís þarf ekki að mæla 300 eiturefni í matvælum hér á landi. Þótt undanþága landsins gagnvart reglum Evrópska efnahagssvæðisins renni út um áramótin. Ekki þarf lengur að hafa áhyggjur, því að íslenzk eiturefni eru heimsins beztu eiturefni. Stjórn Matís hefur efnislega og þjóðlega úrskurðað, að svo sé. Við þurfum ekki aðhald frá útlöndum, því við erum bezt í heimi. Matís hefur dregið til baka beiðni um 300 milljón króna styrk Evrópusambandsins. Styrkinn átti að nota til að rannsaka eitrið. Matís hefur hætt við það, enda er þjóðlegt eitur íslenzkt bara frábært. Góðar fréttir fyrir neytendur.