Fimmta sæti gæðalista

Punktar

Ísland er í fimmta sæti á gæðalista umhverfisverndar, sem gefið er út í annað sinn af Yale og Columbia háskólum og verður birt á fimmtudaginn. Röðin hefur lekið í fjölmiðla og eru þar hæst Norðurlönd eins og venjulega á slíkum listum. 75 mismunandi atriði eru metin, sum hver laustengd umhverfinu, svo sem öndunarsjúkdómar barna og frjósemi kvenna. Íslendingar standa sig vel á flestum sviðum. Það er á afmörkuðum sviðum, sem Íslendingar standa sig miður, svo sem í risavöxnum vatnsorkuverum í ósnortnu víðerni.