Fimm milljónir bófans

Punktar

Yfirbófi Arion banka fær fimm milljónir á mánuði fyrir að reka banka eins og fyrir hrun. Sjálftaka Höskuldar Ólafssonar í skjóli Bankasýslu ríkisins. Hún er skipuð bankabófum úr hruninu. Að baki hennar er Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Ber mesta ábyrgð á, að hér rísa bankar að hætti hrunverja. Fyrst eftir stjórnarskiptin bar Gylfi Magnússon ábyrgðina sem bankaráðherra. Honum láðist að semja frumvörp um siðvæðingu banka og um afnám bankaleyndar. Eftirmaðurinn Árni Páll Árnason gerði það ekki heldur, enda siðlaus sjálfur og vinur bankabófa. Mest er þó ábyrgð Steingríms, sem skilur ekki nútímann.