Njósnanefnd bandarísku öldungadeildarinnar hefur þurft fimm ár til að sjá það, sem umheimurinn vissi fyrir fimm árum. Nýkomin skýrsla nefndarinnar sýnir, að George W. Bush laug stríðinu gegn Írak upp á Bandaríkjamenn. Bush vissi, að engin gereyðingarvopn voru í Írak og að engin tengsli voru við Al Kaída í landinu. Rúmlega milljón manns hafa á þessum fimm árum verið drepin í Írak. Efnahagur og innviðir Íraks hafa verið lagðir í rúst. Þing, pressa og almenningur studdu stríðið, vildu ekki vita betur. Bandaríkjamenn létu gera sig að mestu stríðsglæpaþjóð heims fyrir tilstilli ríkisstjórnar Bush.