Fimm ára gömul sannindi

Punktar

Njósnanefnd bandarísku öldungadeildarinnar hefur þurft fimm ár til að sjá það, sem umheimurinn vissi fyrir fimm árum. Nýkomin skýrsla nefndarinnar sýnir, að George W. Bush laug stríðinu gegn Írak upp á Bandaríkjamenn. Bush vissi, að engin gereyðingarvopn voru í Írak og að engin tengsli voru við Al Kaída í landinu. Rúmlega milljón manns hafa á þessum fimm árum verið drepin í Írak. Efnahagur og innviðir Íraks hafa verið lagðir í rúst. Þing, pressa og almenningur studdu stríðið, vildu ekki vita betur. Bandaríkjamenn létu gera sig að mestu stríðsglæpaþjóð heims fyrir tilstilli ríkisstjórnar Bush.