Feta er grískt orð yfir geitaost. Evrópusambandið hefur nú bannað öðrum ríkjum, til dæmis Dönum, að nota þetta orð yfir annan ost en grískan feta. Þetta minnir okkur á, að hér á landi hefur lengi verið til siðs að stela útlendum nöfnum á ostum og nota á íslenzkar eftirlíkingar. Þannig er til íslenzkur camembert, brie, gouda, maribo, havarti, port salut, mozzarella og auðvitað íslezkur feta. Allt er þetta lélegur þjófnaður einokunarfyrirtækis á erlendu hugviti. Enginn þessara íslenzku osta líkist frummyndinni. Til dæmis er íslenzkur feta ekki einu sinni úr geita- eða kindamjólk.