Ferðir lélegar

Punktar

Ferðarásin er léleg, sumpart marklausar auglýsingar frá hagsmunaaðilum, stundum einhver skrípakarl, sem lætur illa. Þótt ferðir séu eitt mesta áhugamál mitt, hef ég ekki náð að festa mig við neinn þátt á þessari rás. Ég horfi í tvær-þrjár mínútur og gefst svo upp. Þetta er bara froða eins og nánast allar hinar rásirnar. Ég held, að einhver von sé í matargerðarrás BBC, þótt ég hafi ekki séð þar neitt, sem jafnast á við Jamie Oliver og hvað þá Nigellu Lawson, sem voru í gamla sjónvarpinu hér á landi. Einhvern tíma, þegar ég hef lítið að gera, reyni ég að kynnast rásinni betur.