Ferðast í hægindastól

Punktar

Ferðast í hægindastólNútíma leiðsögubækur koma í stað ferðalaga. Eywitness Guides segja okkur frá öllu skoðunarverðu og birta myndir af því. Truflandi smáatriði eru klippt úr myndfletinum. Bókin verður tærari fyrir vikið. Engar biðraðir á flugvelli, andþrengsli í flugvélum, niðurnídd verksmiðja í úthverfi, bilaður krani í hótelvaski. Í bókinni sjáum við bara hvítan sand, hallandi pálma og tvo elskendur á teppi. Er þá ástæða til að ferðast? Ég er með Feneyjabók, sem sýnir teikningar af öllum höllum við Stóraskurð, alveg án lyktar. Er ekki bara bezt að ferðast um í eigin hægindastól, laus við óþægindi veruleikans.