Það er hið versta mál, ef Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill ekki, að ríkið kaupi hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Það þýðir, að sjóðurinn er enn við gamla heygarðshornið. Trúir enn á gamla frjálshyggjubullið, sem hefur sett ýmsa skjólstæðinga sjóðsins á hausinn. Er þessi mjög svo fyrirlitni sjóður að reyna að opna fyrir sölu auðlinda til alþjóða auðvaldsins? Ef svo er, þá þarf ríkisstjórnin að grípa í taumana. Hún þarf að sýna fram á, að bullið úr sjóðnum nái ekki fram að ganga. Flestir færustu hagfræðingar heims vita, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fer með rangt mál í nærri öllum sínum skoðunum.