Frjálsi markaðurinn hafði ekki trú á krónunni í morgun. Hún féll og féll og féll. Viðstöðulaust. Markaðurinn hefur ekki trú á ríkisstjórninni, gefur henni núll í einkunn. Raunar hefur hún lítið gert nema taka þetta fræga lán upp á tugi milljarða. Skattgreiðendur þurfa að greiða vextina af því, þótt það sé tekið í þágu bankanna. Lánið á að baktryggja þá og leiða til meira trausts markaðarins á landinu og þjóðinni. Tölur morgunsins segja það ekki hafa tekizt. Brekkan, sem krónan rúllar niður, verður sífellt brattari. Eru ekki til fleiri sandhrúgur fyrir Geir Haarde forsætis að stinga hausnum í?
