Félagsskapurinn gagnrýndur

Punktar

Alþjóðasamband ritstjóra hinnar vestrænu pressu gagnrýndi í gær, að Bandaríkin og Bretland skuli vera í styrjaldarbandalagi með ýmsum harðstjórnarríkjum, sem fótum troða prentfrelsi. Í mótmælabréfi sambandsins er sérstaklega gagnrýnt siðferðisvottorð Eþiópíu og Erítreu, Azerbadsjan og Georgíu, Kólumbíu og Úsbekistan á stríðinu gegn Írak. Sambandið segir það vera fyrir neðan virðingu Bandaríkjanna og Bretlands að sækjast eftir stuðningi ríkja af þessu tagi.