Þriðjungur þjóðarinnar er hræddur við fjölgun nýbúa, af því að hann veit, að aðlögun þeirra hefur ekki gengið sem skyldi. Fólk er ekki óttaslegið, af því að Ásgeir Hannes Eiríksson hafi sagt eitthvað, sem ekki samræmist félagslegum rétttrúnaði, heldur af því að Eiríkur Bergmann Eiríksson dósent hefur útskýrt í smáatriðum, hvernig risið hafa vandamál tengd nýbúum og hversu andvaralaus stjórnvöld hafa verið og eru enn. Hann bendir á, að senn komi gettó til sögunnar, sem síðan breytist í púðurtunnur. Tilraunir til að lasta Ásgeir Hannes út af þessu eru félagslegur rétttrúnaður af ódýru tagi.