Fjallað var um félagslegan réttrúnað í umræðunni í Bretlandi um frumvarp stjórnvalda um bann við móðgunum við trúarbrögð. Bent hefur verið á, að ófært sé, að menn eða stofnanir geti sagt: Ég er móðgaður. Og það eigi að gilda sem heimild um, hvort um móðgun sé að ræða. Svipaðar fullyrðingar hafa heyrzt hér á landi, þar sem menn menn vilja þrengja að móðgunum og einkum gera þær dýrari í meiðyrðamálum. Á þessu sviði lýðræðis mátti sjá merki um afturför í báðum löndum. Móðgunarklausan var þó felld í brezka þinginu í gær.
