Fela sig í leyndó

Punktar

Hvalveiðar eru mikil hugsjón í Japan, kosta hálfan milljarð króna árlega í niðurgreiðslum. Transparency International segir, að Japan múti líka eyríkjum og öðrum smáríkjum til að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið og greiða atkvæði með hvalveiðum. Árlegur fundur ráðsins hefst á föstudaginn og er þá búist við, að ný smáríki komi inn og hvalveiðiríki nái aftur meirihluta eftir tveggja áratuga veiðibann. Þá verður líka ákveðið, að atkvæðagreiðslur í ráðinu verði leynilegar, svo að ekki sé hægt að hengja einstakar ríkisstjórnir. Áheyrnarfulltrúum Greenpeace og annarra slíkra verður vísað á dyr.